Vinningshafar-a-svaedistonleikunum

19.2.2018 : Góður árangur nemenda á svæðistónleikum Nótunnar í Salnum

 Laugardaginn 17. febrúar tók Tónlistarskólinn þátt í tvennum tónleikum á vegum Nótunnar. Tónleikarnir voru svæðistónleikar þar sem 6 tónlistarskólar keppa um að tónlistaratriði frá þeim komist á lokahátíð Nótunnar sem verður í Eldborgarsalnum í Hörpu sunnudaginn 4. mars.

Nemendur Tónlistarskóla Hafnarfjarðar stóðu sig frábærlega á þessum tónleikum, en af samtals 15 tónlistaratriðum voru 5 frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
10 tónlistaratriði fengu sérstaka viðurkenningu og 7 þeirra fara áfram á Lokahátíðina í Hörpu.
Tónlistarskólinn okkar fékk þrennar viðurkenningar og tvö atriði fara áfram.

...meira
Leikskolarnir-i-heimsokn

31.1.2018 : Þemavikan og Dagur tónlistarskólanna

Dagana 5. – 9. febrúar er haldin þemavika í Tónlistarskólanum.

Dagur tónlistarskólanna laugardaginn 10. febrúar hefst með hljóðfærakynningu kl. 10.00 í Hásölum fyrir nemendur í Forskóla II og foreldra þeirra.
Þessir nemendur hefja hljóðfæranám  næsta vetur. Kennarar skólans kynna þar hljóðfærin og leika á þau oft með aðstoð nemenda sinna. Eftir hljóðfærakynninguna í Hásölum geta nemendur og foreldrar  hitt á kennarana í kennslustofunum þar sem hægt er að fræðast frekar um hvert hljóðfæri, spyrja spurninga, fá að halda á hljóðfærinu og jafnvel blása í það eða strjúka strengi með fiðluboganum.

...meira
Hljomsveitin_1516620378930

22.1.2018 : Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, skipuð tónlistarnemum úr tónlistarskólum á suðvesturhorni landsins, heldur árlega tónleika sína í Langholtskirkju þann 27. janúar næstkomandi kl. 16.00 að loknu þriggja vikna námskeiði í hljómsveitarleik.

Efnisskrá:
G. Torelli: Trompetkonsert í D-dúr
A. Dvorák: Sinfónía nr. 9 í e-moll „Úr nýja heiminum“

...meira

Fréttasafn


Annað efni

Minningarsjóður Helgu

Helga var ritari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í mörg ár. Allir sem þekktu hana minnast hennar sem einstakrar konu

...meira

Meira efni


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909