Sinfoniuhljomsveitin-i-Horpu-a-Lokahatid-Notunnar

13.4.2018 : Sinfóníuhljómsveit skólans frumflytur verk á Björtum dögum í Hafnarborg

Næstkomandi miðvikudag (síðasta vetrardag) er ykkur boðið að koma á stutta tónleika í Hafnarborg kl. 19.30 á Björtum dögum. Tilefni þess er að Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir hefur verið að vinna með Ármanni Helgasyni og sinfóníuhljómsveit tónskólans undanfarnar vikur en hún er að ljúka BA námi í Skapandi Tónlistarmiðlunar frá Listaháskólanum. Hún samdi semsagt verk fyrir sinfóníusveit og sögumann sem er ætlað börnum. Verkið er byggt á sögunni um Tindátann staðfasta eftir H.C. Andersen og verður flutt eins og fyrr segir á tónleikum 18. apríl í Hafnarborg (hluti af Björtum Dögum í Hafnarfirði).

...meira
Klara-Hodd-Asgrimsdottir-med-verdlaun-Notunnar

5.3.2018 : Klara og Hákon stóðu sig mjög vel á Lokahátíð Nótunnar í Hörpu

Á Lokahátíð Nótunnar í Hörpu á sunnudaginn léku þau Klara Hödd Ásgrímsdóttir og Hákon Aðalsteinsson. Klara lék Etýðu nr. 2 eftir Philip Glass og Hákon lék á píanó og söng lag eftir dePresno sem heitir Souvenir.Allir-thatttakendur-med-vidurkenningarskjolin-sinBæði stóðu þau sig frábærlega og fengu viðurkenningarskjal Nótunnar. Á lokaathöfninni fengu 10 af 24 tónlistaratriðum verðlaunagrip Nótunnar og var Klara Hödd í þeim hópi. Tónlistarskólinn óskar Klöru og Hákoni til hamingju með glæsilega framistöðu.

Sinfoniuhljomsveit-Tonlistarskola-Hafnarfjardar-leikur-i-Horpuhorninu-a-Notunni

5.3.2018 : Sinfóníuhljómsveit skólans lék á Hörputorginu á Lokahátíð Nótunnar

Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans lék á torginu í Hörpu á sunnudaginn á Lokahátíð Nótunnar.
Hljómsveitin undir stjórn Ármanns Helgasonar lék fjölmörg hljómsveitarverk

úr heimi tónbókmenntanna eins og Finnlandiu eftir S. Sibelius og Rímnadansa eftir Jón Leifs.

Sinfoniuhljomsveitin-i-Horpu-a-Lokahatid-Notunnar Mikil fjöldi gesta í Hörpu safnaðist saman til að hlýða á hljómsveitina okkar og lét í ljós mikla ánægju í lok tónleikanna með frammistöðu okkar nemenda .

Fréttasafn


Annað efni

Minningarsjóður Helgu

Helga var ritari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í mörg ár. Allir sem þekktu hana minnast hennar sem einstakrar konu

...meira

Meira efni


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909