Leikskolarnir-i-heimsokn

13.2.2017 : Vel heppnuð Þemavikan og Dagur tónlistarskólanna

Hljodfaerakynning-i-stofu-Peter-kynnir-saxofoninn

Þemavika var í Tónlistarskólanum í síðustu viku og Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur laugardaginn 11. febrúar. Alla vikuna tóku nemendur þátt í námskeiðum og ýmsum samspilum, sem mörg hver nýttust vel á fjölmörgum  tónleikum á Degi tónlistarskólanna bæði á Torginu í skólanum og í Hásölum.
FlautuleikurTonlist-a-Torginu-2Föstudaginn 10. febrúar komu ekki færri en 320 börn frá 14 leikskólum bæjarins í heimsókn til okkar  á tónleika og hljóðfærakynningu í Hásölum. Mikill fjöldi gesta var allan laugardaginn í Tónlistarsskólanum á Degi tónlistarskólanna og eru allir sammála um að dagurinn hafi tekist mjög vel.

3.2.2017 : Þemavika og Dagur tónlistarskólanna

Dagana 6. – 11. febrúar verður þemavika í skólanum.
Þemavika er árviss viðburður í febrúar og tengist jafnan Degi tónlistarskólanna sem nú ber upp á laugardaginn 11. febrúar. Að þessu sinni eru ýmis samspil aðalþemað.

Á föstudeginum í þemavikunni koma elstu nemendur leikskólanna  í heimsókn til okkar og hlusta á nemendur skólans leika á hljóðfærin sín.

Á Degi tónlistarskólanna er föst hefð að byrja kl. 10.00 með hljóðfærakynningu í Hásölum fyrir nemendur í Forskóla II. Að lokinni hljóðfærakynningu  gefst nemendum og foreldrum kostur á að fara í stofur og hitta þar fyrir kennara sem sýna hljóðfærin betur og segja frá helstu atriðum í náminu á viðkomandi hljóðfæri.

Frá kl. 13.00 og fram eftir degi verða fjölmargir tónleikar á Torginu í skólanum og í Hásölum þar sem afrakstur þemavikunnar verður í boði. Allir eru hjartanlega velkomnir í Tónlistarskólann á Degi tónlistarskólanna laugardaginn 11. febrúar. 

...meira
Meistaranamskeid-Edda-Erlendsdottir-nr.-3

2.2.2017 : Meistaranámskeið fyrir píanónemendur

Meistaranámskeiðið var haldið helgina 3. - 5. febrúar í samvinnu þriggja skóla, Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarskóla Garðabæjar og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Kennslan fór fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Kennt var í lotum sem tóku einn og hálfan eða tvo klukkutíma frá föstudegi fram yfir hádegi á sunnudag.

...meira

Fréttasafn


Annað efni

Minningarsjóður Helgu

Helga var ritari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í mörg ár. Allir sem þekktu hana minnast hennar sem einstakrar konu

...meira

Meira efni


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909