
Sinfóníuhljómsveit skólans frumflytur verk á Björtum dögum í Hafnarborg
Næstkomandi miðvikudag (síðasta vetrardag) er ykkur boðið að koma á stutta tónleika í Hafnarborg kl. 19.30 á Björtum dögum. Tilefni þess er að Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir hefur verið að vinna með Ármanni Helgasyni og sinfóníuhljómsveit tónskólans undanfarnar vikur en hún er að ljúka BA námi í Skapandi Tónlistarmiðlunar frá Listaháskólanum. Hún samdi semsagt verk fyrir sinfóníusveit og sögumann sem er ætlað börnum. Verkið er byggt á sögunni um Tindátann staðfasta eftir H.C. Andersen og verður flutt eins og fyrr segir á tónleikum 18. apríl í Hafnarborg (hluti af Björtum Dögum í Hafnarfirði).
...meira
Klara og Hákon stóðu sig mjög vel á Lokahátíð Nótunnar í Hörpu
Á Lokahátíð
Nótunnar í Hörpu á sunnudaginn léku þau Klara Hödd Ásgrímsdóttir og Hákon
Aðalsteinsson. Klara lék Etýðu nr. 2 eftir Philip Glass og Hákon lék á píanó og
söng lag eftir dePresno sem heitir Souvenir.Bæði stóðu þau sig frábærlega og
fengu viðurkenningarskjal Nótunnar. Á lokaathöfninni fengu 10 af 24
tónlistaratriðum verðlaunagrip Nótunnar og var Klara Hödd í þeim hópi. Tónlistarskólinn óskar Klöru og Hákoni til hamingju með
glæsilega framistöðu.

Sinfóníuhljómsveit skólans lék á Hörputorginu á Lokahátíð Nótunnar
Hljómsveitin undir stjórn Ármanns Helgasonar lék fjölmörg hljómsveitarverk
úr heimi tónbókmenntanna eins og Finnlandiu eftir S. Sibelius og Rímnadansa eftir Jón Leifs.

Annað efni
Minningarsjóður Helgu
Helga var ritari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í mörg ár. Allir sem þekktu hana minnast hennar sem einstakrar konu
...meiraTónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909