IMG_0011

16.11.2016 : Flottir tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans

Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans sem stofnuð var síðastliðið vor er strax farin að vekja mikla athygli innan og utan skólans. Í gær þriðjudag hélt hljómsveitin flotta tónleika í Hásölum þar sem leikin voru verk eftir Georges Bizet, Gustav Holst, M. Mussorgsky. Eftir Leonard Bernstein var leikinn Mambo úr West Side Story. Það er Ármann Helgason sem stjórnar hljómsveitinni en hún er samstarfsverkefni Ármanns og Laufeyjar Pétursdóttur deildarstjóra strengjadeildar. Hljómsveitin stefnir á tónleikaferð  til Cuxhaven 18. – 23. maí. Það verður gaman að fylgjast með starfi Sinfóníuhljómsveitar Tónlistarskólans, en hljómsveitin veitir nemendum skólans einstakt tækifæri til að æfa sig í hljóðfæraleik þar sem efnisskráin er afar fjölbreytt og metnaðarfull.

Hakon-og-Gudmundur

15.11.2016 : Glæsilegir orgeltónleikar

Framhaldsprófstónleikar Hákonar Leifssonar á orgel Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. nóvember s.l. tókust frábærlega. Það var sérlega ánægjulegt að hlusta á Hákon leika þessa fallegu tónlist á orgel Hafnarfjarðarkirkju sem er í Wilhelm Sauer stíl og  smíðað af Christian Scheffler. Orgelið var vígt fyrsta sunnudag í aðventu 2008.
Á myndinni má sjá þá félaga Hákon Leifsson og kennara hans Guðmund Sigurðsson organista Hafnarfjarðarkirkju. Til hamingu Hákon og Guðmundur.

Hakon-Leifsson-fra-Helga

8.11.2016 : Framhaldsprófstónleikar á orgel

Hákon Leifsson nemandi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heldur Framhaldsprófstónleikar í Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 17.oo Allir eru hjartanlega  velkomnir og aðgangur er ókeypis.
...meira

Fréttasafn


Annað efni

Minningarsjóður Helgu

Helga var ritari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í mörg ár. Allir sem þekktu hana minnast hennar sem einstakrar konu

...meira

Meira efni


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909