Gítardeild

Ýmsar tegundir eru til af gíturum, þjóðlagagítar, rafmagnsgítar og klassískur gítar.  Nám í gítardeild Tónlistarskóla Hafnarfjarðar miðast við klassískan gítar og klassíska spilahefð.  Auk áður greinds er kennt á rafgítar eftir öðrum spilahefðum.

Heppilegur aldur til að hefja nám á gítar er frá 7 ára aldri, en er þó alltaf matsatriði og fer eftir þroska viðkomandi.

Æskilegt er að nemandi eigi hljóðfæri þar sem samband hans við hljóðfæri sitt þroskast með tímanum og verður mjög persónulegt.  Við kaup á hljóðfæri er nauðsynlegt að hafa samráð við hljóðfærakennarann.  Sé hljóðfæri leigt frá skólanum er gott að það verði ekki lengur en eitt ár.

Nám í tónlistarskóla er að stórum hluta byggt á heimanámi.  Lágmarks æfingatími á dag eru 30 mínútur.  Nemandinn þarf að geta æft sig í ró og næði. Nemandinn þarf að eiga auk hljóðfæris, nótur, nótnastand, fótstól og taktmæli.

Mjög mikilvægt er að gítarnemendur taki þátt í samspili, sem er góð leið til að auka víðsýni og læra að vinna með öðrum.

Stuðningur heima fyrir er nauðsynlegur í tónlistarnáminu.  Öll hvatning er góð og getur skipt sköpum í náminu.  Samstarf foreldra og kennara er einnig mjög mikilvægt og er foreldrum alltaf óhætt að hafa samband við kennarann utan hefðbundinna foreldrafunda.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909