Hljómborðsdeild

Til hljómborðshljóðfæra teljast píanó, orgel, semball, hljómborð og harmonika.

Píanó:Píanódeildin er fjölmennasta deild skólans. Það er nauðsynlegt að píanó sé á heimili þess barns sem ætlar í píanónám, hljómborð gerir ekki sama gagn þar sem ásláttur og tónblær er allt annar. Við kaup á hljóðfæri er hægt að hafa samráð við hljóðfærakennarann. Sjá einnig: http://pianostillingar.is/2012/09/25/notad-piano-til-solu-heilraedi-til-pianokaupenda/

Hefðbundið píanónám mótast að verulegu leyti af rótgrónu einleikshlutverki hljóðfærisins í tónbókmenntunum. Jafnframt er píanó mikilvægt samleikshljóðfæri og með auknu valdi á nótnalestri opnast ýmsir möguleikar á samspili. 

Orgel:Boðið er uppá kennslu í orgelleik fyrir nemendur sem eru komnir áleiðis í miðnámi í píanóleik. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur stundi grunnnám í orgelleik.

Hljómborð: Skólinn býður uppá grunnnám í hljómborðsleik fyrir þá sem þess óska. Nauðsynlegt er að nemendur í hljómborðsleik séu orðnir vanir þungum áslætti áður en hugað er að grunnprófi og skulu þreyta prófið annaðhvort á píanó eða rafpíanó með fullri stærð hljómborðs (88 nótum), þungum áslætti og pedal. Eftir grunnnám er gert ráð fyrir að nemendur leiki á píanó og frekara nám í hljómborðsleik er ekki í boði. 

Harmónika: Boðið er uppá grunnnám á harmóniku með hljómbassa. Harmónikur eru fáanlegar í ýmsum stærðum og gerðum.

Kennarar:

Anna þorgrímsdóttir - píanó (í leyfi)

Ástríður Alda Sigurðardóttir - píanó / undirleikur

Bjargey Þ. Ingólfsdóttir - píanó

Elísabet Þórðardóttir - píanó (í leyfi)

Ingibjörg Þorsteinsdóttir - píanó / undirleikur deildarstjóri

Kolbrún Jónsdóttir - píanó / Suzuki píanó

Sigurður Marteinsson - píanó / undirleikur

Steingrímur Karl Teague - rytmískt píanó

Valgerður Andrésdóttir - píanó

Þóra V. Guðmundsdóttir - píanó

Þórhildur Björsdóttir - píanó / undirleikur


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909