Slagverk

Kennt er á sneriltrommu sem er grunnurinn að klassísku slagverksnámi en saman við það er blandað námi á allt trommusettið sem bragðauka.

Auk þess eru kennd grunnatriði við hefðbundið lúðrasveitarsvagverk sem samanstendur af sneriltrommu, bassatrommu og symbölum.

Þá er líka kennt á ásláttarhljómborð; Marimbu, víbrafón, xylofón og klukkuspil.

Skólinn á einnig par af pákum sem notaðar eru í lúðrasveitum skólans og kennt er á samkvæmt námsskrá.

Þar að auki er kennt á ýmiskonar handslagverk, svo sem tambórínur, hristur, bjöllur og svo conga- og bongo-trommur (handtrommur), sem gjarnan eru notaðar í suðrænni tónlist.

Kennarar; Jón Björgvinsson og Jóhann Hjörleifsson


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909