Söngdeild

Það er nokkuð misjafnt eftir einstaklingum hvenær ráðlegt er að hefja söngnám.  Algengt er að stúlkur séu tilbúnar til þess u.þ.b. 16 ára og drengir u.þ.b. 18 ára.

Námið byggist á söngtímum, tvisvar sinnum hálftíma eða einn klukkutíma í senn  í viku hverri.  Að auki er gert ráð fyrir undirleikstímum að jafnaði hálftíma í viku.  Þá eru samsöngstímar einu sinni í viku, þar sem nemendur syngja hverjir fyrir aðra.  Loks er gert ráð fyrir að nemandi sæki tíma í tónfræði, tónheyrn og tónlistarsögu í samræmi við hversu langt hann er kominn í söngnáminu. Nótnakaup er eðlilegur kostnaður við námið og kemur sér vel fyrir nemandann síðar.

Eðlilegt er að nemandi æfi sig daglega, frá 20 mínútum á dag í upphafi náms, upp í allt að tveimur tímum á dag þegar í efri stigin er komið.

Kennarar:

Erna Guðmundsdóttir - söngur

Ingibjörg Guðjónsdóttir - söngur

Sara Blandon Pennycook - rytmískur söngur



Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909