Suzuki-nám
Kennt er samkvæmt Suzuki-aðferðinni sem byggir á grunnhugmyndinni að öll börn geti lært tónlist, rétt eins og þau geta öll lært móðurmál sitt. Það eina sem þarf til er tónlist í umhverfinu, góður kennari og virk þátttaka og uppörvun foreldra.

Blokkflauta
Blokkflautur eru tiltölulega ódýr hljóðfæri og meðfærileg sem gerir þær vel til þess fallnar að kenna byrjendum.

Píanó
Blokkflautur eru tiltölulega ódýr hljóðfæri og meðfærileg sem gerir þær vel til þess fallnar að kenna byrjendum.

Fiðla
Fiðlan er minnsta hljóðfærið í strengjafjölskyldunni og hefur hæsta tónsviðið.

Selló
Sellóið er talsvert stærra hljóðfæri en fiðlan og með mun dýpra tónsvið. Á selló er leikið sitjandi með hljóðfærið á milli hnjánna.
Aldur
Nemendur hefja nám á bilinu 3 til 5 ára. Námið fer að miklu leyti fram í gegnum leiki og upplifun barnanna.
Hljóðfæri
Engin krafa er um að eiga hljóðfæri en hægt er að leigja fiðlur og selló hjá Tónlistarskólanum.
Námið
Hver nemandi kemur í 30 mínútna einkatíma, einu sinni í viku, ásamt foreldri eða forsjáraðila.
Í hverri viku mætir nemandinn líka í hóptíma (ásamt foreldri eða forsjáraðila) með öðrum nemendum á sama getustigi þar sem spilað er saman og farið í ýmsa tónlistartengda leiki.