Forskólinn
Nemendur hefja námið 7 ára eða samtíma öðrum bekk í grunnskólanum.
Markmið forskólakennslunnar er að búa nemandann undir hljóðfæranám og gera hann hæfan í hrynlestri, nótnalestri og almennri tónfræðiþekkingu.
Í forskólanum er mikið um söng, hreyfingu og hlustun. Einnig er leikið á hin svonefndu skólahljóðfæri (Orff-hljóðfæri) til að þjálfa þau betur. Þætti sköpunar er sinnt með allskonar verkefnum þar sem nemendur búa sjálfir til tónlist. Fljótlega er byrjað á að kenna nemendum á blokkflautu sem er mjög hentugt hljóðfæri fyrir ung börn.
Á öðru ári í forskólanum fá börnin hljóðfærakynningu og velja sér svo hljóðfæri í kjölfar hennar. Forskólakennsla fer fram í Tónlistarskólanum og einnig í nokkrum grunnskólum og fer það eftir því hversu margir úr skólahverfinu sækja um. Því miður er ekki tryggt að öll börnin komist að á hljóðfæri að forskólanum loknum.
Kennarar: Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir (deildarstjóri), Margrét Hrafnsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla