Fréttir

Jolaball-Forskola-I-og-II

11.12.2017 : Jólatónleikar og jólaball Forskóla I og II

Jólatónleikar og jólaball forskólans verður mánudaginn 11. desember.

Forskóli 1 spilar kl. 17.00. Mæting kl. 16.45

Forskóli 2 og hraðferð spila kl. 18.30. Mæting kl. 18.15.

 Allir hjartanlega velkomnir, pabbi, mamma, afi, amma og systkini.

 Kennarahljómsveit skólans leikur.

Clipart-christmas-tree-black-and-white-1

30.11.2017 : JÓLATÓNLEIKARNIR Í HÁSÖLUM

Jólatónleikar Grunndeildar verða þriðjudaginn 12. desember kl. 18.00
Jólatónleikar Grunn- og Miðdeildar verða miðvikud. 13. des. kl. 18.00
Jólatónleikar Mið- og Framh.deildar verða  fimmtud. 14. des. kl. 18.00
Jólatónleikarnir eru ávallt mjög hátíðlegir með  fjölbreyttri efnisskrá
Vikingur_olafsson_433a4187_03_cropped

17.11.2017 : Víkingur með meistaranámskeið

Laugardaginn 25. nóvember verður haldið meistaranámskeið í samstarfi Tónlistarskóla Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Leiðbeinandi verður Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari. Námskeiðið fer fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi 11, frá kl 13 - 18.

...meira
20171119_145909_resized

15.11.2017 : Glæsilegir Framhaldsprófstónleikar hjá Ágústu Ingibjörgu Arnardóttur

Ágústa Ingibjörg Arnardóttir söngvari hélt Framhaldsprófstónleika  sunnudaginn 19. nóvember s.l. kl. 14.00 í Hásölum. Meðleikari á píanó var Sigurður Marteinsson. Aðalkennari Ágústu í skólanum hefur verið Erna Guðmundsdóttir söngkennari. Efnisskráin var afar fjölbreytt, en Ágústa söng verk eftir       E. Grieg, Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar, Manuel de Falla, G. Gershwin, G. F. Händel, F. Lehár og G. Verdi. Tónleikarnir tókust í alla staði mjög vel hjá þeim Ágústu og Sigurði og var þeim vel fagnað  í lok tónleikanna.

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909