Fréttir

6.9.2018 : Innkaupalisti fyrir tónfræði

Hér má finna innkaupalistann fyrir tónfræðina 2018 - 2019 - Námsefnið fæst í Pennanum Strandgötu og Tónastöðinni Skipholti
...meira
Klarinettukvartett-a-torginu

28.8.2018 : Skólastarf að hefjast

Kennsla hófst í hljóðfæra- og söngnámi samkvæmt stundaskrá mánudaginn 27. ágúst. Mánudaginn 3. september hefst kennsla í Forskólanum -  í tónfræði, hljómfræði og sögu.
Vidistadakirkja

24.5.2018 : Skólaslit miðvikudaginn 30. maí kl. 18.00 í Víðistaðakirkju

Skólaslit Tónlistarskólans verða miðvikudaginn 30. maí kl. 18.00 í
Víðistaðakirkju.
Á skólaslitum eru nemendur sem lokið hafa G1, G2 og Grunnprófi – M1, M2 og Miðprófi og
F1 og Framhaldsprófi kallaðir upp og fá afhent prófskírteini. Nemendur sem tóku Vorpróf eru ekki kallaðir upp því Vorprófið fylgir nú með Vormatinu sem kennarar afhenda nemendum sínum.
Hafi nemendur ekki tök á að taka við prófskírteininu sínu á skólaslitum er þess óskað að þeir tilkynni það á skrifstofu skólans.
Skólaslitin eru jafnan mjög hátíðleg stund með fjölbreyttri tónlist sem flutt er af nemendum skólans.
Athöfnin tekur  rúma klukkustund og allir hjartanlega velkomnir.

Helgi-Bjornsson-gitarleikari

30.4.2018 : Framhaldsprófstónleikar Helga Björnssonar gítarleikara

Miðvikudaginn 16. maí heldur Helgi Björnsson Framhaldsprófstónleika kl. 20.00 í Hásölum.  Tónleikarnir eru seinni hluti Famhaldsprófsins.  Helgi er nú að útskrifast frá skólanum, en hann hefur verið gítarnemandi við skólann til margra ára. Gítarkennari Helga er Þórarinn Sigurbergsson.
Á tónleikunum leikur Helgi verk eftir:

Fernando Sor - Manuel de Falla - Marek Pasieczny
Francisco Tárrega - Enrique Granados og Antonio Vivaldi

Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana og er aðgangur ókeypis.Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909