Aðgerðaáætlun í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar vegna samkomubanns.

16.3.2020

· Allt hópastarf liggur niðri á meðan samkomubann er í gildi.

o það á við um forskóla, tónfræði, hljómsveitir og annað samspil.

o Undirleikur framhalds-og söngnema heldur áfram.

· Foreldrum er óheimilt að koma inn í skólabygginguna meðan á samkomubanni stendur vinsamlega virðið það.

· Öll tónlistarkennsla á vegum Tónlistarskólans sem fer fram í húsnæði grunnskólana verður hætt.

o Reynt verður eins og kostur er að færa það í húsnæði skólans.

o Blásarafornám verður að einkatímum einu sinni í viku ef hægt er á Strandgötu.

o Kennarar munu hafa samband.

· Foreldrar tilkynna um veikindi og leyfi eins og venjulega.

· Það verður aðeins einn starfsmaður á skrifstofu svo best er að senda tölvupóst frekar en að hringja ef hægt er.

o Einungis skólastjóri eiríkur@tonhaf.is 6645882, aðstoðarskólastjóri stefanj@tonhaf.is 6645884eða ritari hafdisg@tonhaf.is 8971997 verða á staðnum en hinir tveir vinna heiman frá og eru í síma og tölvusambandi.

· Nemendur komi rétt fyrir kennslustund og fari út strax að henni lokinni.

o Forðast óþarfa hópamyndun.

· Virtar verða fjarlægðarreglur sem gefnar hafa verið þar sem það er hægt.

o Í þeim hljóðfæratímum þar sem ekki er hægt að framfylgja þessum reglum verður sérstaklega hugsað til sóttvarna.

· Nemendur eiga bara að koma við sín hljóðfæri og töskur o.s.frv., ekki annarra hver nemandi pakkar hljóðfærinu upp og niður að tíma loknum.

Ekki þarf að hafa áhyggjur af dreifingu á COVID með nótnaheftum o.þ.h. milli daga en það er samt æskilegt að hver hafi sitt hefti meðan á faraldrinum stendur sem nemandinn tekur með sér 


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909