COVID-19 og Tónlistarskólinn

9.3.2020

Eins og ykkur öllum er eflaust kunnugt um hefur ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis lýst yfir hættustigi almannavarna vegna COVID 19 veirunnar. Leggja þarf því sérstaka áherslu á hreinlæti í skólanum til að fyrirbyggja smithættu.

Á salernum skólans eru komnar dælur með sprittvökva og leiðbeiningar um handþvott. Einnig eru komnir sprittbrúsar í allar kennslustofur. Ætlast er til að allir nemendur spritti hendur fyrir allar kennslustundir.

Mikilvægt er að nemendur fái sem minnst lánað í skólanum eins og t.d. trommukjuða, skriffæri og/eða hljóðfæri.

Mikilvægt er að fylgja þeim leiðbeinungum sem Landlæknisembættið hefur gefið út til að koma í veg fyrir smit og nauðsynlegt er að útskýra það vel fyrir börnunum.

Á vefsíðum almannavarna og embættis landlæknis eru bestu upplýsingarnar um þessi mál.

Stjórnsýslan og heilbrigðisyfirvöld vinna nú kappsamlega gegn útbreiðslu veirunnar og viljum við leggja áherslu á að farið sé að tilmælum sóttvarnalæknis og annarra sérfræðinga hvað snertir hreinlæti, sýkingarvarnir, sóttkví og samstöðu.

Upplýsingasíða embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra: https://www.covid.is/

Það er aldrei of oft talað um fyrirbyggjandi aðgerðir sem eru; hreinlæti, þrif, tryggja gott aðgengi að handspritti, handsápu og pappírsþurrkum. Réttur handþvottur er talinn skipta miklu máli til að koma í veg fyrir smit og á það við um venjulega flensu líka


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909