• Hakon-Leifsson-fra-Helga

Framhaldsprófstónleikar á orgel

8.11.2016

Hákon Leifsson er nú að ljúka námi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í orgelleik, en aðalkennari hans hefur verið Guðmundur Sigurðsson organisti í  Hafnarfjarðarkirkju.  Hákon er fyrsti nemandinn á Íslandi til að ljúka Framhaldsprófi í orgelleik samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskólanna frá 2002 og eru  tónleikarnir  því merkur áfangi í tæplega 70 ára sögu skólans.
Orgelid-i-Hafnarfjardarkirkju
Á tónleikunum leikur Hákon eftirtalin verk

Johann Sebastian Bach (1685 - 1750 )
    
Pedal - Exercitium BMW 598
     Praeludium et Fuga in C BWV 545
     Nun komm´der Heiden Heiland BWV 659

Felix Mendelssohn (1809 - 1847)
     Sonata II í c-moll, opus 65, nr. 2

Hallgrímur Helgason (1914 - 1994)
     Partíta fyrir orgel: "Faðir vor sem á himnum ert".

Eins og fyrr sagði eru tónleikarnir á föstudaginn 11. nóvember kl. 17.00 í Hafnarfjarðarkirkju
Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.


       
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909