Framhaldsprófstónleikar í Hafnarborg 6. apríl 2022 kl 18.00
Framhaldsprófstónleikar í Hafnarborg 6. apríl 2022 kl 18.00
Alrún
María Skarphéðinsdóttir er píanónemandi Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Hún hóf
nám við skólann 10 ára gömul en hafði þá verið nemandi í Tónlistarskóla
Álftaness í tvö ár. Eftir að hafa verið í námi við skólann með hléum er stefnan
tekin á að klára framhaldspróf.
Alrún María tók framhaldspróf í píanóleik frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 16. mars síðastliðinn og eru tónleikarnir lokaáfangi framhaldsprófsins og eru allir velkomnir.