• Vinningshafar-a-svaedistonleikunum

Góður árangur nemenda á svæðistónleikum Nótunnar í Salnum

19.2.2018

Á laugardaginn 17. febrúar tók Tónlistarskólinn þátt í tvennum tónleikum á vegum Nótunnar. Tónleikarnir voru svæðistónleikar þar sem 6 tónlistarskólar keppa um að tónlistaratriði frá þeim komist á lokahátíð Nótunnar sem verður í Eldborgarsalnum í Hörpu sunnudaginn 4. mars.

Nemendur Tónlistarskóla Hafnarfjarðar stóðu sig frábærlega á þessum tónleikum, en af samtals 15 tónlistaratriðum voru 5 frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
10 tónlistaratriði fengu sérstaka viðurkenningu og 7 þeirra fara áfram á Lokahátíðina í Hörpu.
Tónlistarskólinn okkar fékk þrennar viðurkenningar og tvö atriði fara áfram.

Nemendurnir sem kepptu fyrir hönd skólans voru: Kristín Guðríður Bjarkadóttir, selló og Sæunn Helgadóttir, píanó – Hildur Sif Hallgrímsdóttir, selló og Inga Lára Gunnarsdóttir, gítar  – Svanhildur Júlía Alexandersdóttir, þverflauta sem vann til verðlauna – Hákon Aðalsteinsson, píanó og söngur sem vann til verðlauna og fer áfram á lokahátíðina og Klara Hödd Ásgrímsdóttir, píanó sem vann til verðlauna og fer líka áfram á lokahátíðina í Hörpu. Tónlistarskólinn óskar öllum þessum nemendum til hamingju með frábæra framistöðu á tónleikunum í Salnum á laugardaginn.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909