• 25-ara-starfsaldursvidurkenning-26.-april-2018

Hildigunnur, Margrét og Þórarinn fá 25 ára starfsaldursviðurkenningu

27.4.2018

Hildigunnur Rúnarsdóttir fædd 14. Mars 1964  er tónskáld, tónlistarkennari og söngkona sem starfar vítt og breitt á höfuðborgarsvæðinu. Eftir hana liggur fjöldi stórra og smærri tónverka, um 300 talsins. Fyrr á árinu var til dæmis frumflutt eftir hana barnaópera byggð á íslensku þjóðsögunni um Gilitrutt.

Margrét Þorsteinsdóttir fæddist 26. Júní 1965. Hún lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1985 og frá Musikhochschule Freiburg í Þýskalandi árið 1988. Hún lauk kennara og meistaraprófi Musikakademie der Stadt Basel í Sviss árið 1994. Einnig sótti hún einkatíma í Sviss og Þýskalandi á árunum 1991 - 1993. Margrét hefur leikið með hljómsveit Íslensku óperunnar og hefur verið kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar síðan 1993. Hún lék fyrst með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1991 en hefur verið fastráðin frá árinu 1999.

Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari er fæddur 1958.  Hann lærði við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hjá Eyþóri Þorlákssyni og útskrifaðist þaðan 1980.  Framhaldsnám stundaði hann hjá José Luis González í Alcoy á Spáni frá 1980 til 1984.  Einnig hefur hann sótt einkatíma og Masterclassa hjá hinum heimskunna gítarleikara Manuel Barrueco.

2011 stofnuðu þrír gítakennarar við Tónlistarskóla Hafnafjarðar Hið íslenska gítartríó sem síðan þá hefur verið leiðandi hópur í flutningi á klassískri gítartónlist á Íslandi. Þeir eru auk Þórarins, Svanur Vilbergsson og Þröstur Þorbjörnsson

Sem stendur kennir Þórarinn við tónlistarskólana í Hafnarfirði, Garðabæ og Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909