Lokun skóla

26.3.2021

Ágætu nemendur og foreldrar/forráðamenn

Samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum frá ríkisstjórn landsins verður öllum tónlistarskólum lokað frá og með miðnætti í kvöld (miðvikudaginn 24. mars). Það þýðir að engin starfsemi verður í skólanum þessa tvo daga fram að páskaleyfi þetta á einnig við um fjarkennslu. Við sendum ykkur nánari upplýsingar á heimasíðu um leið og þær berast. Við starfsmenn skólans erum vonsvikin með að þurfa að stöðva skólahald með engum fyrirvara svona rétt fyrir páskafrí. Farið vel með ykkur í páskafríinu og vonandi getum við hafið eðlilegt skólahald að því loknu.

Með bestu kveðju

Eiríkur Stephensen og Stefán Ómar Jakobsson


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909