Masterclass með hinum heimskunna gítarleikara Manuel Barrueco

1.11.2019


Mánudaginn 4. nóvember og þriðjudaginn 5. nóvember n.k. mun Tónistarskóli Hafnarfjarðar standa fyrir Masterclass með hinum heimskunna gítarleikara Manuel Barrueco. Kennt verður í Hásölum, sal Tónlistarskólans, frá klukkan 15:30 til 19:00 báða dagana. Áheyrnarnememendur eru velkomnir. 

Námskeið þetta er haldið í tengslum við tónleika Barrueco í Salnum í Kópavogi sem verða sunnudaginn 3. nóvember klukkan 16:00. Þar mun hann leika tónlist frá Spáni og Kúbu og er efnisskráin mjög áhugaverð.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909