• Meistaranamskeid-Edda-Erlendsdottir-nr.-3

Meistaranámskeið fyrir píanónemendur

2.2.2017

Meistaranámskeið fer þannig fram, að þeir nemendur sem eru virkir þátttakendur, spila fyrir kennarann, sem fer svo með þeim í verkið og flutning þess. Aðrir þátttakendur, bæði virkir og óvirkir hlusta, þannig að allir geta mikið lært af því að fara á námskeið sem þetta. Svona kennsluform hentar ágætlega fyrir lengra komna nemendur og er helst notað á háskólastigi.

Edda Erlendsdóttir, kennari námskeiðsins, er mjög virtur píanóleikari. Hún býr og starfar bæði í Frakklandi og á Íslandi. Hún er reyndur píanókennari og hefur oft komið fram á tónleikum og gefið út geisladiska. Hún er komin á eftirlaun í Frakklandi og hefur í vetur kennt á námskeiðum í Listaháskóla Íslands.

Námskeiðið tókst mjög vel, það var frábært tækifæri bæði fyrir nemendur og píanókennara þessara tónlistarskóla að fá að njóta leiðsagnar píanista og tónlistarkonu eins og Eddu, heyra í nemendum úr fleiri skólum, kynnast meiri píanótónlist og fá innblástur og hvatningu hvert frá öðru.Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909