Tónlistarskólinn er opinn.

1.12.2015

Ef ætlunin er að senda nemendur í skólann, þá vinsamlegast hringið með a.m.k. klukkutíma fyrirvara til þess að ganga úr skugga um að kennarinn hafi komist til vinnu.


Viðbúnaðarstig 1:

Röskun á skólastarfi – foreldrar fylgi börnum í skóla

Röskun getur orðið á skólastarfi vegna veðurs ef starfsfólk á erfitt

með að komast í skóla. Við þessar aðstæður eru skólar engu að

síður opnaðir og taka á móti nemendum og þeir geta dvalið þar á

meðan skipulagt skólahald á að fara fram.

Mjög mikilvægt er að foreldrar fylgi börnum til skóla og yfirgefi

þau alls ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks.

Í upphafi skóladags getur verið að mönnun

skóla sé takmörkuð.

Foreldrar geta þá búist við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra.

Foreldrar eru hvattir til að taka slíkum beiðnum vel.

Geisi óveður við lok skóladags er metið hvort óhætt sé að senda

börnin heim eða hvort ástæða er til að foreldrar sæki börn sín. Þá

eru gefnar út tilkynningar um það, auk þess sem skólarnir leggja

sig fram um að hafa samband við foreldra.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909