Foreldrafundir í lok janúar og byrjun febrúar

Mikilvægur þáttur í skólastarfinu

30.1.2016

Síðustu vikuna í janúar og þá fyrstu í febrúar verða foreldrafundir í Tónlistarskólanum. Mjög mikilvækt er að foreldrar eða forráðamenn nýti sér þessa fundi, en á þeim gefst kennara tækifæri til að ræða framvinduna í náminu hjá nemandanum. Hvað gangi vel og hvað mætti betur fara. Foreldrar hafa líka á þessum fundum möguleika á að spyrjast fyrir um ýmsa þætti, sem ekki liggja alltaf ljóst fyrir þegar nemandinn kemur heim úr spilatíma.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909