Þemavika og Dagur tónlistarskólanna

2.2.2016

Dagana 6. – 11. febrúar verður þemavika í skólanum.
Þemavika er árviss viðburður í febrúar og tengist jafnan Degi tónlistarskólanna sem nú ber upp á laugardaginn 11. febrúar. Að þessu sinni eru ýmis samspil aðalþemað.

Á föstudeginum í þemavikunni koma elstu nemendur leikskólanna  í heimsókn til okkar og hlusta á nemendur skólans leika á hljóðfærin sín.

Á Degi tónlistarskólanna er föst hefð að byrja kl. 10.00 með hljóðfærakynningu í Hásölum fyrir nemendur í Forskóla II. Að lokinni hljóðfærakynningu  gefst nemendum og foreldrum kostur á að fara í stofur og hitta þar fyrir kennara sem sýna hljóðfærin betur og segja frá helstu atriðum í náminu á viðkomandi hljóðfæri.

Frá kl. 13.00 og fram eftir degi verða fjölmargir tónleikar á Torginu í skólanum og í Hásölum þar sem afrakstur þemavikunnar verður í boði. Allir eru hjartanlega velkomnir í Tónlistarskólann á Degi tónlistarskólanna laugardaginn 11. febrúar. 


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909