Glæsilegt Landsmót skólalúðrasveita

2.5.2016

Landsmót Samtaka Íslenksra Skólalúðrasveita fór fram helgina 29.apríl -1.maí. Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar tók þátt. Meðlimir lúðrasveitarinnar gengu til liðs við 'rauðu' sveitina og 'grænu2' sveitina á mótinu og héldu sveitirnar allar heljarinnar tónleika á sunnudeginum eftir að hafa æft stíft alla helgina. Til að kóróna allt saman fengu krakkarnir í Hafnarfjarðarsveitinni sérstök heiðursverðlaun fyrir prúðmannlega framkomu á mótinu.
Krakkarnir voru frábær um helgina og stóðu sig alveg ótrúlega vel.Um 600 ungir tónlistarmenn tóku þátt í mótinu að þessu sinni og unnu þau öll með afburðum vel þessa helgina eins og heyra mátti vel á tónleikunum.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909