Framhaldsprófstónleikar Öldu Úlfarsdóttur

27.5.2016

Mánudaginn 30. maí kl. 19.30 heldur Alda Úlfarsdóttir tónleika í Hásölum. Tónleikarnir eru hluti af Framhaldsprófi í söng frá skólanum. Á efnisskránni, sem er afar fjölbreytt má finna verk eftir J. S. Bach, W. A Mozart, L. Bernstein, Tryggva M. Baldvinsson og A. Previn. Með Öldu á tónleikunum leikur Ástríður Alda Sigurðardóttir á píanó, Helena Guðjónsdóttir á þverflautu og Ásta Steina Skúladóttir á selló. Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana á mánudaginn kl. 19.30 og er aðgangur ókeypis.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909