• IMG_0060

Ráðstefna EPTA á Íslandi dagana 22. - 25. september

Nokkrir af píanókennurum skólans taka þátt í ráðstefnunni og af þeim sökum fellur kennsla niður hjá þeim þessa daga.

19.9.2016

Dagana 22. til 25. september 2016 mun alþjóðleg ráðstefna Evrópusambands píanókennara - EPTA, verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi. Á ráðstefnuna koma um eða yfir 200 EPTA félagar víðsvegar að úr Evrópu. Íslandsdeild EPTA skipuleggur ráðstefnuna, sem haldin verður í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Félagar í EPTA eru píanókennarar, píanóleikarar, langt komnir píanónemendur og áhugafólk um tónlist. Í heild eru félagar í EPTA yfir 4000 talsins, fráyfir 40 löndum í Evrópu, en félagar í Íslandsdeild EPTA eru 130.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909