Reglur sem gilda frá 24. febrúar

25.2.2021

Einkakennsla:

Öll einkakennsla er nú leyfð í skólahúsnæðinu og með þeim sóttvarnarreglum sem á við um hvern aldurshóp.

Nemendur frá leikskólaaldri og að 10. bekk þá er ekki grímuskylda eða fjarlægðartakmarkanir.

Nemendur eldri en grunnskólanemendur er 1. metra reglan eða grímuskylda..

Foreldrar nemenda hafa leyfi til að sitja með grímur inni í kennslustundum hjá sínum börnum .

Hóptímar:

Forskólinn kenndur í grunnskólum þar sem við á.

Sinfónían -1. metra reglan eða grímuskylda hjá framhaldskólanemendum.

Lúðrasveit – 1. metra reglan eða grímuskylda hjá framhaldskólanemendum

Suzuki hóptímar – með foreldrum.

Tónleikar:

Tónleikar verða með foreldrum/aðstandendum (grímunotkun og 1. metra regla).

Grímuskylda:

Nemendur á leikskólaaldri og nemendur 1. - 10. bekk eru undanskilin grímunotkun.

Nemendur á framhaldsskólaaldri og eldri ber að nota grímur ef ekki er hægt að viðhalda1. metra reglu nema blásara og söngnemendur (kennarar beri þá grímur).

Kennarar þurfa ekki að bera grímu hjá nemendum á leik og grunnskólaaldri.

Ef kennarar geta ekki viðhaldið 1. metra reglu hjá eldri nemendum skulu þeir nota grímur.

Fullorðnum ber að nota grímur á göngum skólans.

Annað:

Sama fyrirkomulag er á salernum.

Foreldrar og aðstandendur hafa leyfi til að koma í skólann en skulu bera grímu.

Passa þarf uppá sóttvarnir (sprittun og handþvottur).


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909