Reglur sem gilda frá 3. nóvember til og með 17. nóvember:

2.11.2020

Reglur sem gilda frá 3. nóvember til og með 17. nóvember:

Samkvæmt reglum frá Heilbrigðisráðuneytinu er kennsla í Tónlistarskólum leyfð með ákveðnum takmörkunum.

Tónlistarskólum er heimilt að sinna einstaklingskennslu með 2 metra nálægðarmörkum milli kennara og nemanda.

Hóptímar og önnur starfsemi

Hlé er gert á öllum Suzuki hóptímum og forskóla.

Hlé er gert á öllum hljómsveitaræfingum, samsöng og samspilum.

Tónfræðagreinar fara nú fram í fjarkennslu líkt og nemendur hafa fengið upplýsingar um.

Sóttvarnir

Grímuskylda er hjá öllum kennurum/starfsfóki.

Nemendur fæddir 2011 og yngri þurfa ekki að bera grímur.

Eldri nemendur (5. – 10. bekkur) þurfa að bera grímu í sameiginlegum rýmum en ekki í kennslutímum nema ekki sé hægt að viðhalda 2 metra reglunni.

Nemendur á framhaldsskólaldri og eldri ber að nota grímur.

Takmarka skal sem mest salernisnotkun nemenda.

Kennslustund er 25 mínútur og fimm mínútur fara í sóttvörn milli tíma.

Þá brýnum við fyrir öllum að þvo og spritta hendur oft og reglulega.

Vinsamlega sendið ekki nemendur í tónlistarskólann sem eru með flensueinkenni s.s hita og hálsbólgu, en þá skulu nemendur halda sig heima og fara eftir leiðbeiningum landlæknis. Sömu tilmæli gilda um kennara skólans.

Húsnæði

Eingöngu nemendur og starfsfólk skólans hafa leyfi til að koma inn í skólann, engir forráðamenn eða aðrir utanaðkomandi einstaklingar.

Skólanum er hólfaskipt, efri og neðri hæð í Strandgötu, nemendur í tímum á efri hæð (stofa 1 og 10 – 21) fara inn um aðalinngang og beint upp.

Nemendur í tímum á neðri hæð fara inn um inngang bakdyramegin.

Tónkvísl verður núna hólfaskipt í efri og neðri hæð.

Kennsla

Öll hljóðfærakennsla inn í húsnæði grunnskólanna liggur niðri.

Ætlast er til að nemendur stoppi ekki inn í skólahúsnæðinu lengur er þeir þurfa.

Reynt er að viðhalda því að nemendur á framhaldsskólaaldri og grunnskólanemendum verði ekki í sama rými.

Ef kennari er í sóttkví kennir hann í fjarkennslu eins og hægt er (skerta kennslustund 20 mínútur í stað 30 mínútur).

Ef nemandi er í sóttkví hefur hann rétt á fjarkennslu.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909