Reglur sem gilda til 3. nóvember

9.10.2020

 Hlé er gert á öllu hópastarfi: hljómsveitir, samsöngur og samspil , Suzuki hóptímar, tónfræðagreinar og forskóli.

 Engöngu nemendur skólans hafa leyfi til að koma inn í skólann, engir forráðamenn.

 Öll hljóðfærakennsla inn í húsnæði grunnskólanna er ekki leyfð.

 Nemendum á framhaldskólaaldri og eldri ber að nota sóttvarnargrímur.

 Nemendur sem ekki geta notað grímur eins og t.d. blásara- eða söngnemendur verður reynt að kenna í fjarkennslu eða á annan hátt.

 Ef kennari eða nemandi er í sóttkví fer kennsla fram í fjarkennslu eins og hægt er.

 Ef nemandi er með flensulík einkenni mætir hann ekki í skólann, sama á við um kennara.

 Við viljum svo minna á að halda í allar almennar sóttvarnarreglur.

· Skólanum er hólfaskipt, efri og neðri hæð í Strandgötu, nemendur í tímum á efri hæð (stofa 1. og 10 – 21) fara inn um aðalinngang. Nemendur í tímum á neðri hæð (stofu 2- 9) koma inn um inngang á austurhlið skólans (gengt íþróttahúsi).

Höldum stillingu og vinnum þetta saman.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909