Skólastarf í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í upphafi nýs árs 2022

3.1.2022

Við upphaf nýs árs verður miðað við hefðbundið skólastarf. Við munum einbeita okkur að vernda einkakennsluna og verða því engar æfingar hjá hljómsveitum skólans þar til annað verður tilkynnt.

Vegna stöðunnar á kórónaveirufaraldrinum er líklegt að skólastarf muni raskast enn frekar á næstu vikum. Líklega verður skólinn í mun meiri erfiðleikum en áður við að manna alla kennslu sökum forfalla starfsmanna vegna veikinda, sóttkvía og smitgáta - aðgangur að forfallakennurum er takmarkaður.

Kórónuveirufaraldurinn er okkur öllum erfiður. Við þökkum ykkur þolinmæðina, þrautseigjuna og stuðninginn fram að þessu. Það er okkur ómetanlegt og hefur auðveldað okkur að yfirstíga þá erfiðleika sem við höfum verið að glíma við og mögulega eru fram undan.

Við hvetjum ykkur að lesa nýjar sóttvarnarreglur sem eru á heimasíðu skólans www.tonhaf.is. Reglurnar gilda til 12. janúar 2022 .

Kennslurýmin eru misstór og þó svo að það sé ekki grímuskylda hjá nemendum á leik- og grunnskólaaldri gætu einhverjir kennarar óskað eftir grímunotkun vegna þess og biðjum við ykkur vinsamlegast að virða það.
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909