• Stefa¦un-lit

Stefán Ómar Jakobsson ráðinn aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans

14.8.2017

Stefán Ómar er fæddur í Hafnarfirði þann 11. nóvember 1960 sonur Jakobs Sigmarssonar lögregluvarðstjóra og Sóleyjar Marvinsdóttur. Stefán Ómar hóf nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 1967 á píanó. Árið 1971 hóf Stefán Ómar nám á horn en síðar á básúnu undir handleiðslu Reynis Guðnasonar. Eftir stúdentspróf frá Flensborg lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist hann þaðan með blásarakennarapróf 1985. Eftir það lá leiðin til Graz í Austurríki og svo síðar til Berklee College of Music í Boston. Stefán Ómar hefur kennt við Tónlistarskólann frá árinu 1988, stjórnað lúðrasveitum skólans um árabil auk þess að stjórna Lúðrasveit Hafnarfjarðar frá 1988-2004.

Árið 2008 var stofnuð hryndeild við Tónlistarskólann – Tónkvísl að frumkvæði Stefáns Ómars og ríkir þar blómlegt starf.  Stefán Ómar hefur verið virkur tónlistarmaður frá 1983 og leikið m.a í Íslensku Óperunni, Þjóðleikhúsinu og með ýmsum tónlistarhópum auk þess sem hann stjórnar sinni  eigin hljómsveit „Stebba Ó. Swingsextett“.

Stefán Ómar er starfandi básúnuleikari í Stórsveit Reykjavíkur


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909