• Leikskolarnir-i-heimsokn

Þemavikan og Dagur tónlistarskólanna

31.1.2018

Þema vikunnar er samspil af ýmsum gerðum,  þar sem lögð verður áhersla
á að lögin tengist dýrum. Skólinn eignaðist fyrir stuttu bók með 15 finnskum lögum
sem öll heita dýranöfnum. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit og píanó. Ráðgert
er að æfa þessi lög í þemavikunni  með strengjasveit, málmblásarasveit, tréblásarasveit
og öðrum hljóðfærum sem kennt er á í skólanum. Þessi lög verða síðan flutt
á einum af mörgum tónleikum í skólanum á Degi tónlistarskólanna laugardaginn 10. Febrúar

Föstudaginn 9. febrúar fær Tónlistarskólinn í heimsókn til sín elstu nemendurna úr leikskólum bæjarins. Boðið er upp á tónleika og litla hljóðfærakynningu fyrir leikskólabörnin.
Vegna mikils fjölda nemenda verður að tví- eða jafnvel þrískipta þessum heimsóknum.
Þetta er í 5. skipti sem Tónlistarskólinn býður Leikskólunum í heimsókn sem allar hafa tekist mjög vel og mikil ánægja meðal leikskólakennaranna með þessi heimboð Tónlistarskólans

Á Degi tónlistarskólanna eru fjölmargir tónleikar í boði í skólanum bæði á Torginu og í Hásölum allan daginn, en dagskránni lýkur um kl. 16.00
Þennan dag ætla nemendur í rytmiska skólanum í Tónkvísl að fara víðs vegar um bæinn og
halda stutta tónleika. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909