• Hljomsveitin_1516620378930

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna

22.1.2018

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, skipuð tónlistarnemum úr tónlistarskólum á suðvesturhorni landsins, heldur árlega tónleika sína í Langholtskirkju þann 27. janúar næstkomandi kl. 16.00 að loknu þriggja vikna námskeiði í hljómsveitarleik.

Efnisskrá:
G. Torelli: Trompetkonsert í D-dúr
A. Dvorák: Sinfónía nr. 9 í e-moll „Úr nýja heiminum“

Einleikari:
Árni Daníel Árnason trompetnemandi í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar

Hljómsveitarstjóri
Guðmundur Óli Gunnarsson.

Um hljómsveitina
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna var stofnuð haustið 2004. 

Í janúarmánuði ár hvert hittast nemendur ásamt stjórnanda og raddþjálfurum og æfa tónleikadagskrá sem flutt er á tónleikum í lok mánaðarins. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna veitir þeim sem komnir eru áleiðis í tónlistarnámi þjálfun í að leika í fullskipaðri hljómsveit og er hún mikilvægur vettvangur til þjálfunar í hljómsveitarleik undir handleiðslu viðurkenndra tónlistarmanna og stjórnenda. Árlega er framúrskarandi hljóðfæraleikurum úr hópi nemenda gefið tækifæri á að leika einleik með hljómsveitinni.

Námskeiðið og tónleikarnir eru afrakstur samstarfsverkefnis fjögurra tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu; Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Garðabæjar. Öllum tónlistarskólum á landinu er boðið senda nemendur og taka þátt í þessu verkefni

Miðasala við innganginn. Miðaverð kr. 3000 og kr. 1500 fyrir nemendur, öryrkja og eldri borgara


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909