• Thordur-og-Einar-25-ara-starfsafmaeli

Tveir kennarar heiðraðir fyrir 25 ára starfsaldur

8.12.2016

Við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær fimmtudaginn 8. desember var 7 starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar veitt viðurkenning fyrir 25 ára starfsafmæli hjá bænum. Meðal þessara 7 starfsmanna voru tveir kennarar frá Tónlistarskólanum þeir Einar St. Jónsson trompetkennari og Þórður Árnason gítarkennari.
Í upphafi athafnarinnar flutti Haraldur bæjarstjóri stutt ávarp þar sem hann m.a. vakti athygli á að frá því að þessir starfsmenn tóku til starfa hefði bæjarbúum fjölgað um nærri helming. Haraldur nefndi líka í sínum orðum  að það væri bænum mikils virði að búa að  starfsfólki með mikla reynslu og yfirsýn í starfi eftir  svo langan starfsaldur.
Sem þakklætisvott færði Haraldur ásamt Berglindi mannauðsstjóra  starfsmönnunum gjafabréf fyrir allt að 50 þúsund krónur, viðurkenningarskjal og fallegan blómvönd.
Þessari fallegu athöfn lauk síðan með að gestum var boðið upp á léttar veitingar.
Tónlistarskólinn óskar þessu fólki til hamingu með þessar viðurkenningar  og eru þeim Einari og Þórði færðar sérstakar árnaðaróskir og þakkir fyrir frábært starf við skólann í 25 ár.


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909