• 20170911_095602_resized

Vatnstjón í Tónkvísl - kennslan flutt í Skattstofuna

13.9.2017

20170911_100023_resized20170911_093721_resizedNú eru hafnar framkvæmdir í Tónkvísl
og ljóst að þær munu ekki taka minna en tvo mánuði. Meðan á þessum framkvæmdum
stendur getur engin kennsla farið þar fram. Strax var hafist handa við að reyna að
finna annað húsnæði sem hentað gæti kennslunni sem farið hefur fram í Tónkvísl.
20170911_093727_resizedÁ Suðurgötunni stendur hús Skattstofunnar autt og þótti það strax álitlegur kostur.
Nú hefur verið gengið frá leigusamningi við Ríkið um hluta af þessu húsnæði fyrir Tónkvísl.
Mánudaginn 11. september var hafist handa við að flytja hljóðfæri, nótnastatíf og bækur úr Tónkvísl yfir í Skattstofuna og þar er nú kennsla komin í fullan gang. 


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909