• Vikingur_olafsson_433a4187_03_cropped

Víkingur með meistaranámskeið

17.11.2017

Laugardaginn 25. nóvember verður haldið meistaranámskeið í samstarfi Tónlistarskóla Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Leiðbeinandi verður Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari. Námskeiðið fer fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi 11, frá kl 13 - 18.

Tveir nemendur koma fram frá hverjum þessarra skóla. Víkingur mun fara í verkin, ræða um píanótækni, æfingatækni, tónstiga og hljóma. Allir nemendur skólanna, foreldrar og vinir eru velkomnir að hlusta og píanónemendur í mið- og framhaldsnámi eru sérstaklega hvattir til að missa ekki af þessu tækifæri.

Farið verður í verk eftir Mozart, Chopin, Liszt og Glass. Kennt verður í tveimur lotum,
frá kl 13 - 15 og frá kl 16 - 18.

Garðabær
Björg Axelsdóttir
Chopin: Noktúrna op 9 nr 1 í b moll
Jón Gunnar Hannesson
Liszt: Sonnetto 123 del Petrarca

Hafnarfjörður
Ísabella Mist Heiðarsdóttir
Chopin: Noktúrna op 9 nr 2 í Es dúr
Klara Hödd Ásgeirsdóttir
Glass: Etýða nr 2 úr 1. bók

 Kópavogur
Alexander Viðar
Chopin: Vals í e moll op posth
Ástráður Sigurðsson
Mozart: Fantasía í d moll KV

Kennslulotur kl 13 - 15
Mozart, Liszt, Glass
kl 16 - 18
Chopin

 


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909