Hlutverk og meginmarkmið
Hlutverk tónlistarskóla er að:
Stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar, m.a. með því að þjálfa tóneyra þeirra og einbeitingu, veita þeim fræðslu og auka færni á sviði hljóðfæraleiks, söngs og tónfræðagreina
Búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur, m.a. með því að veita undirstöðuþekkingu, efla sjálfsaga og sjálfstæð vinnubrögð nemenda, jafnframt því að örva þá til að leika tónlist og syngja, bæði eina og með öðrum
Búa nemendur undir nám í tónlist og skyldum greinum á háskólastigi, m.a. með því að veita þeim góða tæknilega tilsögn í hljóðfæraleik og söng, markvissa þjálfun í tónfræðagreinum og tækifæri til að koma fram
Stuðla að auknu tónlistarlífi, m.a. með því að hvetja til virkni nemenda og kennara í almennu tónlistarlífi, með samvinnu við aðrar mennta- og menningarstofnanir og samstarfi við listamenn
Meginmarkmið skiptast í þrjá flokka: uppeldisleg markmið, leikni- og skilningsmarkmið og samfélagsleg markmið:
Uppeldislegmarkmið stuðla að auknum tilfinningaþroska nemenda, listrænum þroska, mótun viðhorfa, samvinnu og ögun.
Leikni- og skilningsmarkmið stuðla einkum að aukinni færni og þekkingu nemenda.
Samfélagsleg markmið stuðla að þátttöku í fjölbreyttri mennta– og menningarstarfsemi.
(Úr aðalnámskrá tónlistarskóla)
- Eldri færsla
- Nýrri færsla