Fjarkennsla - Heimakennsla

Heimakennsla-upplýsingar fyrir foreldra/forráðamenn

Það er krefjandi að kenna í fjarkennslu bæði fyrir nemendur og kennara og því má gera ráð fyrir að tímarnir nái ekki fullri kennslustund. Hlutverk foreldra/forráðamanna er mjög þýðingarmikið við aðstoð og skipulagningu æfinga og fjarkennslutíma.

Kennsla í gegnum fjarfundabúnað er ekki sambærileg við hefðbundna kennslu. Hljómgæði eru oft það slæm að hlutir eins og tónmyndun og ýmsir fínlegir hlutir heyrast illa.

 

Undirbúningur foreldra/nemanda:

 

· Tryggður sé friður og gott hljóð sé í herberginu sem hljóðfærið er í

· Nettenging sé hröð og ekki undir álagi af öðrum fundum eða niðurhali

· Allt efni, bækur og tæki séu tilbúin og við hendina þegar tengingin er opnuð

· Nótnastatív séu til áheimilinu.

· Fjarskiptabúnaði fyrir í réttri hæð áður en að tíminn hefst og mikrafónn snúi að nemendanum til að fá bestu hljómgæðin.

· Gott er að það sé hægt að nota sama búnað í öllum tímum til að spara tíma og misskilning.

· Mjög gott að foreldrar séu viðstaddir og taki þátt í kennslustundum yngstu nemendanna, foreldrar taki punkta

 


Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909