Minningarsjóður Helgu

12.3.2020

Helga Guðmundsdóttir var ritari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í mörg ár. Allir sem þekktu hana minnast hennar sem einstakrar konu. Helga reyndist öllum vel í skólanum bæði nemendum og kennurum. Helga lést 6. janúar 1992.

Þann 5. september árið 2001 afhenti Gunnlaugur Jón Ingason eiginmaður Helgu fé til stofnunar minningasjóðs um Helgu.

Markmið sjóðsins er að veita einum til þremur nemendum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar viðurkenningu við skólaslit á hverju ári. Við val á nemendum sem verðlaunaðir verða skal litið til námsárangurs þeirra og hversu efnilegir þeir eru taldir.

Stjórn sjóðsins skipa Guðrún Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, dóttir Helgu, skólastjóri Tónlistarskólans og bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Minningarkort er hægt að kaupa í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Blómabúðinni Burkna


Styrkþegar Minningarsjóðs Helgu Guðmundsdóttur

 2002 – Eyjólfur Eyjólfsson,  söngvari

2003 – Bryndís Snorradóttir,  altflautuleikari

2004 – Þórunn Harðardóttir,  söng – og víóluleikari

2005 – Björk Nielsdóttir, söngvari
             Kristján T. Marteinsson,  flautuleikari

2006 – Huld Hafsteinsdóttir,  fiðluleikari

2007 – Björk Nielsdóttir,  söngvari
             Helena Marta Stefánsdóttir,  söngvari
             Ingimar Andersen, klarinettuleikari
             Sigrún K. Jónsdóttir, fiðluleikari

2008 – Andri Eyjólfsson,  gítarleikari

2009 -  Ekki veittur styrkur      

2010 -  Kristín Jóhanna Aðalsteinsdóttiri, pianó
             Elsa Dögg Lárusdóttir, pianó          

2011 -  Ekki veittur styrkur

2012 -  Ekki veittur styrkur

2013 -

2014 - Gunnlaugur Jón Ingason söngvari

2015 - 

2016 - 

2017 -

2018 -

2019 - Ekki veittur styrkur



Tónlistarskóli Hafnarfjarðar | tonhaf@hafnarfjordur.is | Strandgötu 51 | 220 Hafnarfirði | Pósthólf 23
Sími 555 2704 | Bréfsími 565 4909